Fagmennska í fyrirrúmi

Um stofuna

Á tannlæknastofunni er fagmennska í fyrirrúmi, nýjustu tækni og vísindum er beitt á þessu sviði. Markmið tannlæknastofunnar er að veita persónulega þjónustu og sinna þörfum hvers og eins.

Hæft starfsfólk, nákvæm vinnubrögð, nýjasta tækni og efnisval hjálpa okkur að ná settu markmiði.

Þjónusta

Stofan sérhæfir sig í Tannplanta aðgerðum. Tannplantinn er besti valkosturinn til að byggja upp tapaða vefi, tennur og líkjast mest upprunalegum tönnum. Þessi meðferðamöguleiki styðst við fjölmargar rannsóknir undanfarinna áratuga og hafa verið notaðir með mjög góðum árangri í meira en 30 ár.

Einnig eru framkvæmdar á stofunni endajaxlaaðgerðir og aðrar almennar tannúrtökur

Fræðsla

Á stofunni starfar einungis faglært starfsfólk. Það skiptir okkur miklu máli að fólk fái réttar upplýsingar frá byrjun og því kappkostum við að veita framúrskarandi þjónustu og fræðslu.

Hér að ofan undir „fræðsla“ má finna margskonar upplýsingar eins og leiðbeiningar eftir skurðaðgerðir, æskilegt fæði eftir tannúrdrætti og skurðaðgerðir, upplýsingar vegna tannplantaísetningar,  kjálkafærsluaðgerða og margt fleira.